• English

FYRIRTÆKIÐ

EINHAMAR SEAFOOD

Einhamar Seafood var stofnað árið 2003 og er í dag meðal öflugustu ferskfiskframleiðenda á Íslandi. Félagið starfrækir fiskvinnslu í Grindavík, í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík, þar sem framleiddar eru þorsk- og ýsuafurðir úr besta mögulega hráefni sem völ er á. Félagið vinnur aðeins afurðir úr sjálfbærum fiskistofnum umhverfis Ísland.

Undanfarin ár hefur framleiðsla fiskvinnslunnar numið um 6.000 tonnum árlega. Hjá félaginu starfa um 70 starfsmenn til lands og sjós. Fyrirtækið er MSC vottað og hefur verið framúrskarandi fyrirtæki 2018-2021 samkvæmt Creditinfo og fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2017-2021 samkvæmt Keldunni.

MARKAÐSSVÆÐI

Ferskleiki afurða eru aðalsmerki Einhamar Seafood. Helstu markaðssvæði félagsdins eru Bandaríkin, Bretland og mið-Evrópa. Með skilvirkum samgögnum og skipulagi getur ferskur fiskur frá Einhamar Seafood verið kominn á disk neytanda á erlendum mörkuðum innan tveggja sólahringja frá því hann var veiddur við strendur Íslands.

Ríkar kröfur eru gerðar um meðferð afla á öllum stigum ferlisins, frá veiðum til afhendingar, sem tryggir ferskleika afurða. Einhamar Seafood hefur kappkostað að fjárfesta í nýjustu tækni til veiða og vinnslu með það að markmiði að tryggja gæði afurða og vöruframboð í takti við þarfir viðskiptavina.

Með eigin útgerð, nýjustu fiskvinnslutækjum, reynslumiklu starfsfólki, öflugri gæðastjórnun og tíðum flugsamgöngum getur Einhamar Seafood boðið viðskiptavinum sínum stöðugt framboð gæða afurða allt árið um kring.

STEFNA & SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Starfsemi Einhamar Seafood er unnin í sátt við umhverfið eins og stuðlar fyrirtækið að sjálfbærri nýtingu fiskistofna með ábyrgum fiskveiðum og fullnýtingu hráefnis.

Allur fiskur sem félagið vinnur kemur út kvótasettum, sjálfbærum, villtum fiskistofnum umhverfis Ísland. Félagið leggur mikla áherslu á rekjanleika afurða og gæðastjórnun.

Einhamar Seafood tekur virkan þátt í og stuðlar að framþróun samfélagsins í sínu nærumhverfi með því að styðja við góð málefni s.s. á sviði íþrótta, björgunar og menningarmála.

Fyrirtækið er MSC vottað og hefur verið framúrskarandi fyrirtæki 2018-2021 samkvæmt Creditinfo og fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2017-2021 samkvæmt Keldunni.

SÍLDARVINNSLAN

FYRIRTÆKIÐ

STEFNUR

SÍLDARVINNSLAN

FYRIRTÆKIÐ

STEFNUR