Félagið gerir út bátinn Gísli Súrsson GK-8 auk þess sem bátarnir Auður Vésteins SU-88 og Vésteinn GK-88 landa öllum þorsk og ýsuafla til vinnslunnar.
Bátarnir eru allir 15 metra langir og 30 brúttótonn með beitingarvél af gerðinni Cleopatra 50, smíðaðir af Trefjum árin 2014 og 2018.
Bátarnir eru gerðir út allan ársins hring og landa afla um 500-600 sinnum yfir árið.