Starfsemi Einhamar Seafood er unnin í sátt við umhverfið og stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskistofna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir
Einhamar Seafood var stofnað árið 2003 og er í dag meðal öflugustu ferskfiskframleiðenda á Íslandi. Félagið starfrækir fiskvinnslu í Grindavík þar sem framleiddar eru þorsk- og ýsuafurðir úr besta mögulega hráefni sem völ er á. Félagið vinnur aðeins afurðir úr sjálfbærum fiskistofnum umhverfis Ísland.
Ferskleiki afurða eru aðalsmerki Einhamar Seafood. Helstu markaðssvæði félagsins eru Bandaríkin, Bretland og mið-Evrópa.
Félagið gerir út bátinn Gísli Súrsson GK-8 auk þess sem bátarnir Auður Vésteins SU-88 og Vésteinn GK-88 landa öllum þorsk og ýsuafla til vinnslunnar.
Bátarnir eru allir 15 metra langir og 30 brúttótonn með beitingarvél af gerðinni Cleopatra 50, smíðaðir af Trefjum árin 2014 og 2018.
Bátarnir eru gerðir út allan ársins hring og landa afla um 500-600 sinnum yfir árið.