• English

AFURÐIR

NÁTTÚRULEG GÆÐI

Fiskvinnsla Einhamar Seafood er staðsett í Grindavík í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Nálægðin við flugvöllinn og gjöful fiskimið skiptir sköpum þegar tryggja þarf ferskleika afurða. Afurðir sem unnar eru að morgni fara að miklu leiti með flugi til erlendra viðskiptavina um hádegi sama dag.


Fiskvinnsla félagsins er búin nýjustu tækjum til vinnslu afurða og hefur lengi unnið með Marel á þessu sviði. Árið 2020 var sjálfvirk vatnsskurðarvél, afurðaflokkari og pökkunarlína frá Marel tekin í notkun. Þessi viðbót stuðlar að aukinni afkastagetu, bættri nýtingu og fjölbreyttara vöruframboði.

ÞORSKUR

Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum.

Þorskurinn getur náð 30 ára aldri og orðið allt að 50 kg að þyngd en vöxtur er mjög breytilegur eftir hafsvæðum.

Þorskurinn er útbreiddur í Norður-Atlantshafi, Eystrasalti og Barentshafi. Við Ísland er þorskur algengur afli allt í kringum landið. Þorskur heldur sig bæði á sand- og leirbotni og einnig á hraunbotni.

FRÆÐIHEITI

Gadus morhua

VÖRUFRAMBOÐ

FLÖK | HNAKKAR | BAKFLÖK | BITAR

ÝSA

Ýsa er fiskur sem er algengur á grunnsævi á norðurhveli jarðar. Hún lifir á 10-200 metra dýpi og er útbreidd í Norður-Atlantshafi. Hún er náskyld þorski og verður allt að metri að lengd og 20 kíló að þyngd. Hún er blágrá að lit, með svarta rönd eftir síðunni og skeggþráð á neðri góm.

Ýsan finnst allt í kringum Ísland. Hún er mun algengari við sunnan- og vestanvert landið en í kalda sjónum norðanlands og austan. Oft er mikið um ýsu við Ingólfshöfða, Dyrhólaey og Vestmannaeyjar auk Faxaflóa, í Breiðafirði og við Ísafjarðardjúp. Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem lifir á 10-200 metra dýpi og stundum dýpra á leir- og sandbotni.

FRÆÐIHEITI

Melanogrammus aeglefinus

VÖRUFRAMBOÐ

FLÖK | HNAKKAR | BAKFLÖK | BITAR

SÍLDARVINNSLAN

FYRIRTÆKIÐ

STEFNUR

SÍLDARVINNSLAN

FYRIRTÆKIÐ

STEFNUR