Einhamar Seafood 

Árið 2003 var útgerðarfélagið Einhamar stofnað en árið 2007 hafði rekstur félagsins breyst töluvert og í kjölfarið nafni fyrirtækisins breytt í Einhamar Seafood. Í dag starfar fyrirtækið við útgerð ásamt fiskvinnslu, og selur eingöngu ferskan línuveiddan fisk; þorsk og ýsu. Einhamar Seafood á sína eigin báta og hefur um 70 starfsmenn til sjós og lands. Fyrirtækið hefur vaxið ört á síðustu árum og tilheyrir nú hópi stærstu framleiðenda á ferskum fiski á Íslandi. 


Markaðssvæði

Aðal markaðssvæði fyrirtækisins eru í Evrópu og Norður Ameríku, en Bretland er okkar stærsta einstaka markaðssvæði, þar hefur Einhamar Seafood skapað sér gott orðspor vegna gæða og öryggis. Afurðir okkar eru fluttar daglega frá Íslandi til áfangastaða og er mikill metnaður lagður í að uppfylla kjöraðstæður í vinnslu og flutningi á ferskum fiski frá sjó til viðskiptavina. Fiskvinnslan er staðsett í Grindavík í næsta nágrenni við alþjóðaflugvöllinn.


Myndbrot

Einhamar Seafood var til umfjöllunar í frétta og mannlífsþættinum; Landanum á Rúv.

Í myndbrotinu er fylgst með fisknum frá veiðum á íslenskum miðum til Boston, USA, á disk neytanda, skemur en 48 klukkutímum síðar.