Stefna

Starfsemi Einhamar Seafood er unnin í sátt við umhverfið eins og mögulegt er og stuðlar fyrirtækið að sjálfbærri nýtingu fiskistofna í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

Við vinnum hörðum höndum við fullnýtingu hráefnis og hvetjum starfsfólk okkar til að koma með hugmyndir sem leiða til betri nýtingar eða vernda náttúru og umhverfi.

Fyrirtækið er MSC vottað og stoltur meðlimur að "Iceland Responsible Fisheries".